Biskupsstofa - matráður


Biskupsstofa óskar eftir matráði.  Starfshlutfall er 70%

Biskupsstofa óskar eftir matráði 70% starfshlutfalli. Starfið felur í sér umsjón með eldhúsi stofnunarinnar, að sinna léttri matseld í hádegi ásamt bakstri og því að sinna fundaþjónustu. Þá felur starfið í sér innkaup og hefðbundinn frágang í eldhúsi.

 

Hæfniskröfur

·         Færni í að matbúa holla og ljúffenga rétti

·         Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu

·         Lipurð í samskiptum og vilji til að veita góða þjónustu

·         Snyrtimennska og stundvísi

·         Áhugi á matargerð og vilji til að kynna sér nýjungar á því sviði

 

Frekari upplýsingar

Hjá Biskupsstofu starfa um 25 manns og er vilji til að leggja áherslu á hollan og góðan mat.

Mikið er um fundi á Biskupsstofu í tengslum við starfsemi þjóðkirkjunnar og sinna þarf veitingaþjónustu í tengslum við þá.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á Biskupsstofu, í síma 528 4000.

Sækja ber um starfið rafrænt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is undir laus störf og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur til og með 4. ágúst 2017