Verkefnisstjóri á sviði fræðslumála og kærleiksþjónustu


Biskup Íslands auglýsir eftir metnaðarfullum verkefnisstjóra á sviði fræðslumála og kærleiksþjónustu.

Verkefnisstjóri á sviði fræðslumála og kærleiksþjónustu

Biskup Íslands auglýsir eftir metnaðarfullum verkefnisstjóra á sviði fræðslumála og kærleiksþjónustu. Um 100% starfshlutfall er að ræða. Starfsaðstaða verkefnisstjóra verður á Biskupsstofu.

Helstu verkefni

 • Skipulagning og framkvæmd námskeiða og annarrar fræðslu
 • Gerð fræðsluefnis
 • Þátttaka í ýmsum verkefnum, þ.m.t. Evrópusamstarfsverkefnum
 • Þátttaka í nefndum og samstarf á vettvangi ýmissa starfshópa og félagasamtaka á málefnasviði fræðslumála og kærleiksþjónustu

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í guðfræði- eða djáknafræðum
 • Viðbótarmenntun, t.d. á sviði menntunarfræða, verkefnisstjórnunar eða öðrum sviðum er nýtast munu í starfi, er kostur
 • Þekking og haldbær reynsla úr kirkjustarfi
 • Reynsla af miðlun og fræðslu
 • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
 • Góð enskukunnátta og færni í Norðurlandamáli
 • Þekking og vald á helstu tölvuforritum
 • Starfið krefst skipulagshæfni, frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum svo og mjög góðrar samskiptafærni

Launakjör verkefnisstjóra taka mið af samningi Fræðagarðs, aðildarfélags BHM.

Nánari upplýsingar um starfið er að fá á Biskupsstofu í síma 528 4000.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur til og með 10. ágúst 2017